no
Boeken
Netta Muskett

Forboðin ást

Cilla lendir í miklum hremmingum í hjónabandi sínu þegar hún uppgötvar að maðurinn sem hún elskar lifir tvöföldu lífi. Hún rífur upp líf sitt með rótum og ákveður að hún vilji eingöngu standa á eigin fótum, aldrei gifta sig, mennta sig eins og hún getur og forðast samneyti við karlmenn að öllu leyti. En brátt kynnist hún Anthony. Hann er myndarlegur, ríkur, eftirsóttur en einnig varhugaverður með slæmt orðspor. Cilla þarf að hafa sig alla við að láta sjarma hans ekki á sig fá. Smám saman heillast hún af honum og uppgötvar hvað býr undir brynju hans.
Netta Muskett fæddist í Kent á Englandi. Hún hóf starfsferil sinn sem stærðfræðikennari og sinnti sjúkraflutningum í fyrri heimsstyrjöldinni. Síðar, árið 1927, gaf hún út sitt fyrsta skáldverk og varð brátt þekktur höfundur rómantískra skáldsagnabóka. Hún byrjaði að skrifa um fertugt og gaf hún út yfir 100 verk á ritferli sínum. Sum verka hennar komu út undir dulnefninu Annie Hill.

Bækur Musketts eru þekktar fyrir grípandi söguþráð, margslungnar persónur og rómantíska atburðarás. Muskett var talin einn af farsælustu höfundum rómantískra skáldsagna á meðan hún lifði. Lesendahópur hennar var stór og voru bækur hennar þýddar yfir á fjölmörg tungumál og nutu þær vinsælda um allan heim.

Netta Muskett lést 76 ára gömul árið 1963 og entist henni ekki ævin til að sjá öll hennar verk á prenti. Síðasta bókin hennar kom út árið 1964. Bandaríska félagið The Romantic Novelists' Association veitti lengi verðlaun sem nefnd voru í höfuðið á Nettu Muskett, en hún var einn af meðstofnendum félagsins.

Bækur hennar höfða til þeirra sem njóta rómantískra skáldsagna sem fjalla um fjölskyldur, ástir og örlög.
170 afgedrukte pagina’s
Oorspronkelijke uitgave
2023
Jaar van uitgave
2023
Uitgeverij
Saga Egmont
Hebt u het al gelezen? Wat vindt u ervan?
👍👎
fb2epub
Sleep je bestanden hiernaartoe (maximaal 5 per keer)